40. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 1. mars 2023 kl. 09:08


Mætt:

Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:08
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:08
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:08
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:08
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:08
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:08
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:08
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:08

Bryndís Haraldsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Eyjólfur Ármannsson var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Eftirlit með framkvæmd fjárlaga 2023 Kl. 09:08
Haraldur Benediktsson tók við fundarstjórn í fjarveru formanns.
Til fundarins komu Svanhvít Jakobsdóttir, Jóhanna Lind Elíasdóttir, Unnar Örn Unnarsson og Inga Birna Einarsdóttir frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Þau fóru yfir eftirlit með framkvæmd fjárlaga og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Skýrsla um mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 10:00
Til fundarins komu Tómas Brynjólfsson og Hilda Hrund Cortez frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu skýrslu ráðuneytisins um mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, fóru yfir árangur þeirra og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:52
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði og yfirliti frá umhverfis, - orku- og loftslagsráðuneytinu yfir hvernig styrkir sem ráðuneytið hefur veitt til rekstrar félagasamtaka sem starfa á sviði umhverfismála hafa þróast á undanförnum árum ásamt yfirliti yfir hverjir hafa fengið styrki ár hvert. Óskað er eftir að upplýsingar frá árinu 2023 verði veittar þegar búið er að taka ákvörðun um úthlutun styrkjanna það ár. Þá mun félagsmálaráðuneytið útvega tilteknar tilvísanir í lög og reglurgerðir um ellilífeyri. Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 10:55
Fundargerð 39. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:56